Hróður Önnu Þorvaldsdóttur hefur vaxið á síðustu árum, sem sannast á plötunni Aequa sem kom út í nóvember sl. ICE er hópur þekktra hljóðfæraleikara sem tóku sig saman um að leika samtímatónlist eftir tónskáld sem þeim þóttu skara fram úr.
Hróður Önnu Þorvaldsdóttur hefur vaxið á síðustu árum, sem sannast á plötunni Aequa sem kom út í nóvember sl. ICE er hópur þekktra hljóðfæraleikara sem tóku sig saman um að leika samtímatónlist eftir tónskáld sem þeim þóttu skara fram úr. Anna Þorvaldsdóttir var ein þeirra tónskálda og á Aequa flytur ICE sjö kammerverk Önnu frá síðustu árum. Verkin eru ólík að gerð, fyrir misstóra hópa hljóðfæraleikara og fyrir mismunandi hljóðfæraskipan, en bera öll sterk höfundareinkenni Önnu.