Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi í gær frá sér tilkynningu um að búist væri við svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2019 vegna mengunar frá flugeldum. Styrkur svifryks var hár nær allan sólarhringinn 1.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi í gær frá sér tilkynningu um að búist væri við svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2019 vegna mengunar frá flugeldum. Styrkur svifryks var hár nær allan sólarhringinn 1. janúar 2018 en venjulega fellur styrkurinn hratt þegar líða tekur á nýársnótt. Voru borgarbúar því hvattir til að sýna aðgát og huga að börnum ásamt því að ganga rétt frá flugeldarusli. Þá segir að æskilegast sé að þeir sem eru viðkvæmir fyrir svifryki verði sem mest innandyra um miðnætti á gamlárskvöld og loka gluggum. Þá gæti heilbrigt fólk einnig fundið fyrir ertingu og óþægindum í öndunarfærum, jafnvel fram eftir nýársdegi.