— Morgunblaðið/Kristinn
Það að fá nýtt ár, strax eftir jólin, með vaxandi birtu, er uppörvandi og blæs bjartsýni í brjóst. Nýtt upphaf, og ósjálfrátt er komið fram á varirnar stefið úr Opinberunarbókinni um „nýjan himin og nýja jörð“.

Það að fá nýtt ár, strax eftir jólin, með vaxandi birtu, er uppörvandi og blæs bjartsýni í brjóst. Nýtt upphaf, og ósjálfrátt er komið fram á varirnar stefið úr Opinberunarbókinni um „nýjan himin og nýja jörð“.

En hvers menn vænta af nýju ári fer eftir því hvar hver stendur í mannlífsbrekkunni. Unglingana dreymir fram fyrir sig um nokkur ár. Ungar fjölskyldur standa í stórræðum og gera plön fyrir nútíð og nána framtíð, og hugsa ekki aftur nema til að hrylla sig yfir óguðlegum námslánum.

Eldra fólkið hefur þarna færri möguleika. Það á tæpast langa framtíð til að gera plön um, og það getur varla lifað stöðugt í fortíðinni, þá verður það svo leiðinlegt að enginn nennir að samneyta því. Þeirra besti kostur er því að halda sig við núið og gera sem best og mest úr því.

Þessi skal vera ósk og nýársboðskapur til samferðafólksins á þessum tímahvörfum. Það léttir alltaf lundina hjá okkur hér við heimskautsbauginn þegar sólin snýr aftur: Njótið stundarinnar.

Sunnlendingur.