[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nýr siður hefur tekizt upp hér um áramótin. Það er að stíga á stokk og strengja hin og þessi heit. Mér skilst, að venjulega sé hér um að ræða loforð við eiginkonu um að hætta að reykja tóbak eða bragða vín. Skrítið uppátæki.

Nýr siður hefur tekizt upp hér um áramótin. Það er að stíga á stokk og strengja hin og þessi heit. Mér skilst, að venjulega sé hér um að ræða loforð við eiginkonu um að hætta að reykja tóbak eða bragða vín. Skrítið uppátæki. Velvakandi ætlar að láta sér nægja að láta bílinn eiga sig fyrra misseri ársins, ganga í vinnu en nota strætó ella. Og kannske ég minnki opalneyzluna um þriðjung.

(Morgunblaðið, 1947)

Þótt Velvakandi tali hér um hinn nýja sið að strengja heit á áramótunum í miðja síðustu öld var það engu að síður gamall siður að stíga á stokk og strengja heit við ýmis tilefni, það þurftu þó ekki að vera áramót. Síðar fór þessi siður að festast við áramótin þar sem menn ætluðu sér mikið.

En hvað var fleira ómissandi á gamlárs fyrir utan brennu, skaup, flugelda og áramótaheit? Heitt púns eða bolla og hér er uppskrift að einu áratugagömlu:

Kirkjuvarðarpúns

1 sítróna

6 negulnaglar

5 dl ósætt, milt te

300 g sykur

1 flaska Red Bordeaux

Stingið negulnöglum í sítrónur og bakið þær í ofni þar til þær eru dökkbrúnar. Setjið svo allt í pott og hitið að suðu eða þar til sykurinn hefur leyst upp. Alls ekki sjóða.