Óvænt einlægni. N-Enginn
Norður | |
♠G732 | |
♥G2 | |
♦4 | |
♣ÁKDG94 |
Vestur | Austur |
♠D106 | ♠5 |
♥65 | ♥Á984 |
♦1072 | ♦DG98653 |
♣87652 | ♣10 |
Suður | |
♠ÁK984 | |
♥KD1073 | |
♦ÁK | |
♣3 |
Suður spilar 6♠.
Kiddi kaldhæðni fékk ekki viðurnefni sitt í skírnargjöf – hann hefur unnið fyrir því á löngum tíma. Þegar Kiddi hrósar makker sínum fyrir að tapa „borðleggjandi“ slemmu er því líklegt að meiningin sé önnur og kaldranalegri. En það er ekki einhlítt.
Umræddur Kiddi er fastagestur í spilaklúbbi Frank Stewarts og heitir þar „Cy the Cynic“. Hann var blindur í þessu spili og fylgdist með makker sínum glíma við 6♠ eftir hindrun austurs í tígli. Sá var enginn annar en femínistinn Vanda (Wendy the club feminist), sem lætur ekki karlrembu eins og Kidda bjóða sér hvað sem er.
Útspilið var tígull og Vanda tók strax ♠ÁK. Eftir stutta umhugsun spilaði hún næst laufi og svínaði níunni! Um framhaldið þarf ekki að fjölyrða, en Kiddi var stórhrifinn og lét það í ljós á einlægan hátt með orðunum „vel gert, makker“.
„Nagaðu spilin þín,“ var svarið.