[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Haukur Helgi Pálsson landsliðsmaður í körfuknattleik er í fimm manna úrvalsliði 14. umferðar frönsku A-deildarinnar hjá netmiðlinum BeBasket eftir frammistöðu sína í sigurleik Nanterre gegn Le Portel. Haukur skoraði 22 stig í leiknum.

* Haukur Helgi Pálsson landsliðsmaður í körfuknattleik er í fimm manna úrvalsliði 14. umferðar frönsku A-deildarinnar hjá netmiðlinum BeBasket eftir frammistöðu sína í sigurleik Nanterre gegn Le Portel. Haukur skoraði 22 stig í leiknum.

* Elvar Örn Jónsson og Perla Ruth Albertsdóttir , handknattleiksfólk úr liðum Selfyssinga, voru útnefnd íþróttafólk Árborgar fyrir árið 2018 í fyrrakvöld. Þau hafa bæði unnið sér sæti í A-landsliðum Íslands og verið í lykilhlutverkum hjá Selfyssingum.

* Bjarki Baldvinsson knattspyrnumaður og Dagbjört Ingvarsdóttir knattspyrnukona voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Völsungs á Húsavík fyrir árið 2018 á samkomu sem félagið stóð fyrir í fyrrakvöld.

*Knattspyrnumaðurinn Albert Hafsteinsson skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, ÍA. Albert var samningslaus en ákvað að vera áfram hjá ÍA, sem leikur á ný í úrvalsdeildinni á næsta ári.

*Haukar gengu í gær frá samningi við Bandaríkjamanninn Russell Woods um að leika með karlaliði félagsins í körfuknattleik það sem eftir lifir leiktíðar. Hann kemur í stað Marques Oliver sem fór frá Haukum fyrir skömmu. Woods lék síðast í Tékklandi.