Sjö prósent Íslendinga vilja banna flugelda alfarið ef marka má niðurstöður nýrrar netkönnunar á vegum Maskínu. 817 einstaklingar svöruðu könnuninni.

Sjö prósent Íslendinga vilja banna flugelda alfarið ef marka má niðurstöður nýrrar netkönnunar á vegum Maskínu. 817 einstaklingar svöruðu könnuninni.

Í niðurstöðum könnunarinnar kom fram töluverður munur á afstöðu fólks til flugeldasölu eftir stjórnmálaskoðunum. Þannig voru kjósendur Miðflokksins og Flokks fólksins líklegastir til þess að styðja óbreytt fyrirkomulag við sölu flugelda, en hjá kjósendum flokkanna tveggja mælist um 64 prósenta stuðningur við óbreytt fyrirkomulag. Mesta andstaðan við flugeldasölu mældist hins vegar hjá kjósendum Pírata, en 18,5% kjósenda flokksins vilja banna flugelda með öllu.

Í niðurstöðunum kemur fram að á bilinu 45 til 46% Íslendinga vilja áfram óbreytt fyrirkomulag á sölu flugelda en tæplega 48% vilja hefta söluna að einhverju leyti. Þá var einnig sagður nokkur munur á viðhorfi fólks til flugeldasölunnar eftir menntun og búsetu þess.