Hljómsveitin Valdimar, með söngvarann og básúnuleikarann Valdimar Guðmundsson í broddi fylkingar, gaf á dögunum út fjórðu breiðskífu sína og heldur upp á það með tónleikum á sannkölluðum heimavelli meðlima sveitarinnar suður með sjó, í Hljómahöll í...
Hljómsveitin Valdimar, með söngvarann og básúnuleikarann Valdimar Guðmundsson í broddi fylkingar, gaf á dögunum út fjórðu breiðskífu sína og heldur upp á það með tónleikum á sannkölluðum heimavelli meðlima sveitarinnar suður með sjó, í Hljómahöll í Reykjanesbæ, á sunnudagskvöld klukkan 20. Hljómsveitin hyggst leika öll lögin af nýju plötunni í bland við þekktustu lögin af fyrri plötum hennar og segir í tilkynningu að ekkert verði til sparað svo umgjörðin verði sem glæsilegust.