Björn Daníel Sverrisson
Björn Daníel Sverrisson
Knattspyrnumaðurinn Björn Daníel Sverrisson er kominn aftur í raðir FH eftir fjögurra ára fjarveru. Hann var leystur undan samningi hjá AGF í Danmörku rétt fyrir jól og skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið.
Knattspyrnumaðurinn Björn Daníel Sverrisson er kominn aftur í raðir FH eftir fjögurra ára fjarveru. Hann var leystur undan samningi hjá AGF í Danmörku rétt fyrir jól og skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við uppeldisfélagið. Björn, sem er 28 ára gamall miðjumaður og á átta A-landsleiki að baki, varð þrisvar Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með FH á árunum 2008 til 2013 en lék síðan með Viking í norsku úrvalsdeildinni og með AGF í dönsku úrvalsdeildinni, auk þess sem hann var í nokkra mánuði í láni hjá Vejle í dönsku B-deildinni á síðasta ári. Í viðtali við mbl.is sem birtist eftir undirskriftina í gær staðfesti Björn að hann hefði líka fengið tilboð frá Val en FH hefði verið sinn fyrsti kostur.