Meyjan er á djúpri andlegri vegferð og eigi hún langt samband að baki er makinn nokkuð samferða í því. Reynt getur á sambönd sem eru styttra á leið komin.

Það er líkt og áskoranir ársins séu aðeins til að minna meyjuna á að lífið er ýmislegt fleira en dans á rósum, svo smurð hamingjuvél verður þetta ár. Hamingjuna finnur meyjan í skemmtilegum uppákomum, góðum samskiptum og í eigin krafti og sköpun, sem blómstrar.

Fyrir það fyrsta mun meyjan finna talsverðan heilsufarslegan mun, til hins betra en því sem var 2016 og 2017 og sérstaklega seinni part ársins. Meyjur sem hafa ekki kennt sér nein meins finna mikla aukalega orku sem hefur bein áhrif á hve atorkusamar þær verða.

Börn og samskipti við þau eru miðja ársins, líklegt er að börn bætist við í fjölskyldunni og það nokkur og þá munu nýir fjölskyldumeðlimir bætist við á aðra vegu, það gætu jafnvel verið vinir sem verða það nánir meyjunni og veita henni þannig nærveru og stuðning að það er eins konar viðbót við fjölskylduna. Það færir henni hamingju og gleði og meyjan vill um leið stækka við sig. Það þarf ekki að vera stærra hús heldur einhvers konar viðbótarheimili svo sem sumarbústaður.

Samskipti við eigin börn geta reynt á og verið áskorun, þau gætu þurft aukalega aðstoð en árið er einkar gott til að vinna í andlegum málum, ef meyjan eða hennar nánustu eru í sálfræðimeðferð eða annars konar vinnslu með tilfinningar sínar verður góður árangur af slíkri meðferð og margfalt sterkari meyja eða sterkari fjölskylda er til staðar í lok ársins og meyjan verður betra foreldri.

2019 verður ekki ár róttækra breytinga hjá meyjunni og ekki í starfi. Fjölskyldan, vinir og hennar eigin hugðarefni ganga fyrir og það koma tímar sem meyjan finnur sterka þörf til að rækta hæfileika sína og áhugamál sem hún hefur minna sinnt síðustu ár.

Meyjan er á djúpri andlegri vegferð og eigi hún langt samband að baki er makinn nokkuð samferða í því. Reynt getur á sambönd sem eru styttra á leið komin, það er ekki víst að foreldrum eða systkinum líki við viðkomandi eða finnist hann eiga heima innan fjölskyldunnar, sé hreinlega á allt öðrum stað. Það eru ríkar kröfur frá fjölskyldu einhleypra meyja að sá sem hún er að hitta sé andlega samboðinn henni og sennilega hefur fjölskyldan rétt fyrir sér því þótt meyjan hitti einhverja sem henni fellur vel við og laðast að er ólíklegt að hún hitti fyrir manneskjuna sem er sú sem gerir hana alvarlega hamingjusama fyrr en undir lok árs 2019. Þá hittir hún ljóðræna manngerð, sérdeilis áhugaverða og skemmtilega sem hún fellur fyrir, þetta gæti verið skáld, dansari, einhver tengdur myndlist eða öðrum listum.