[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrir fimm árum sigraði hljómsveitin Kælan mikla á ljóðaslammi Borgarbókasafnsins.
Fyrir fimm árum sigraði hljómsveitin Kælan mikla á ljóðaslammi Borgarbókasafnsins. Undirleikur hjá þeim Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur, Laufeyju Soffíu Þórsdóttur og Margréti Rósu Þóru-Harrysdóttur var einfaldur og textinn drungalegur og draumkenndur. Frá þeim tíma hefur sveitinni heldur en ekki vaxið fiskur um hrygg og hljóðheimurinn stækkað svo um munar. Nótt eftir nótt er þriðja breiðskífan og sú langbesta, söngurinn fellur betur að músíkinni, texarnir eru löðrandi í dramatískum drunga, hrynparið þétt og hljómborð og hljóðgervlar skemmtilega gamaldags.