Fyrir 2-4 1 stk rauðrófa börkur af einni appelsínu rifinn í fínu rifjárni 20 gr pekanhnetur 20 gr sólblómafræ 1 msk sojasósa 50 gr klettasalat 50 gr spínat 1 askja hindber 1 stk brie Bakið rauðrófuna í ofni með blæstri á 180°C í 45 mín eða þar til hægt...

Fyrir 2-4

1 stk rauðrófa

börkur af einni appelsínu rifinn í fínu rifjárni

20 gr pekanhnetur

20 gr sólblómafræ

1 msk sojasósa

50 gr klettasalat

50 gr spínat

1 askja hindber

1 stk brie

Bakið rauðrófuna í ofni með blæstri á 180°C í 45 mín eða þar til hægt er að stinga tannstöngli inn að miðju án erfiðleika. Takið út og kælið. Skerið utan af rauðrófunni og skerið svo í hæfilega bita, veltið þeim svo upp úr góðri ólífuolíu, salti og rifnum appelsínuberki. Ristið pekanhneturnar í ofni með ögn af salti á 160°C í 8 mín. Setjið sólblómafræ á þurra pönnu og ristið jafnt á vægum hita og hrærið reglulega í þeim á meðan. Þegar sólblómafræin eru fallega brúnuð, hellið einni matskeið sojasósu yfir og takið af hitanum og hrærið stöðugt í þar til sojasósan er alveg horfin af pönnunni. Setjið þá á bakka með pappír undir og leyfið að kólna.

Blandið saman salatinu. Hellið olíunni af rauðrófunum rétt áður en borið er fram og setjið með salatinu. Raðið hindberjum og brie-ostinum yfir ásamt pekanhnetunum og ristuðu sólblómafræjunum.