Óli Örn Eiríksson segir aðspurður að eftir þessa uppbyggingu verði ekki lengur stór opin bílastæðasvæði á BSÍ-reitnum. Hafa þau verið allt í kringum Umferðarmiðstöðina. Þess í stað verði bílastæði neðanjarðar.

Óli Örn Eiríksson segir aðspurður að eftir þessa uppbyggingu verði ekki lengur stór opin bílastæðasvæði á BSÍ-reitnum. Hafa þau verið allt í kringum Umferðarmiðstöðina. Þess í stað verði bílastæði neðanjarðar.

Fram kemur í kynningargögnum að 34-52 strætisvagnar muni aka gegnum nýtt Landspítalasvæði á háannatíma á klst. Á háannatíma í júlí fari 5.000 farþegar með flugrútunni á dag, samtals í báðar áttir. Miðað við farþegaspá megi ætla að 2040 verði farþegarnir orðnir 11.600 á dag í júlí. Það samsvarar rúmlega 480 farþegum á klukkustund.