Kokkteill Gult er í glasinu.
Kokkteill Gult er í glasinu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Við erum farin að sanka að okkur uppskriftum að góðum áramótakokkteilum – ekki seinna vænna. Þessi er sáraeinfaldur í framkvæmd og frískandi. Hentar vel með forréttum þar sem selta kemur við sögu.

Við erum farin að sanka að okkur uppskriftum að góðum áramótakokkteilum – ekki seinna vænna. Þessi er sáraeinfaldur í framkvæmd og frískandi. Hentar vel með forréttum þar sem selta kemur við sögu.

Áramótakokkteill

5 cl gin sem þér þykir gott

safi úr sítrónu

1-2 skvetta af sykursírópi

sódavatn

Hellið gini, sítrónusafa og sírópi í glas fyllt af ísmolum.

Fyllið upp með sódavatni.

Hrærið aðeins í glasinu og skreytið með sítrónuskífu.

Kívífizzáramóta-kokkteill

Á mbl.is má svo finna ágætan áramótakokkteil þar sem kíví er í aðalhlutverki.

3 cl gin

3 cl kívísíróp

1,5 cl sítrónusafi

6 cl sódavatn

Byrjið á að útbúa kívísíróp. Hristið allt hráefnið saman nema sódavatnið.

Hellið blöndunni í glas og bætið svo sódavatninu við.

Kívísíróp

250 g kívíávöxtur

200 g sykur

Afhýðið kívíávexti og maukið í blandara. Látið maukið standa í kæli yfir nótt, bætið sykrinum út í og hrærið vel. Sigtið í pott og látið sjóða við lágan hita í 3 til 4 mínútur, hrærið í á meðan þar til sykurinn er uppleystur. Kælið og setjið í krukku. Kívísírópið geymist í mánuð í kæli.