29. desember 1969 Sigurður Nordal prófessor hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright þegar þau voru veitt í fyrsta sinn. 29.

29. desember 1969

Sigurður Nordal prófessor hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright þegar þau voru veitt í fyrsta sinn.

29. desember 1976

Um tvö hundruð íbúar í Æsufelli 2 í Reykjavík urðu að flýja íbúðir sínar þegar eldur kom upp í geymslum. Gangarnir fylltust af reyk svo að mörgum varð að bjarga af svölum.

29. desember 1995

Ríkisstjórnin ákvað að ekki væri lengur hægt að óska nafnleyndar þegar sótt væri um opinberar stöður hjá Stjórnarráði Íslands. Nokkrum mánuðum síðar var slíkt ákvæði sett inn í lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.

29. desember 1999

Björk Guðmundsdóttir var valin tónlistarmaður aldarinnar á samkomu í Háskólabíói. Bubbi Morthens var valinn rokkari aldarinnar og Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari aldarinnar.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson