Hrókurinn Efnt verður til skákmóts í Jólagleðinni í dag.
Hrókurinn Efnt verður til skákmóts í Jólagleðinni í dag.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Skákfélagið Hrókurinn og Kalak, vinafélag Grænlands og Íslands, bjóða vinum, vandamönnum og liðsmönnum til jólagleði í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn í dag, laugardag, frá kl. 14-16.

Skákfélagið Hrókurinn og Kalak, vinafélag Grænlands og Íslands, bjóða vinum, vandamönnum og liðsmönnum til jólagleði í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn í dag, laugardag, frá kl. 14-16. Tónlist og tafl, kakó og kleinur og andríkt spjall, segir í tilkynningu.

Hin unga og hæfileikaríka Sjana Rut Jóhannsdóttir flytur eigin tónlist og Birkir Blær Ingólfsson, verðlaunahöfundur og Grænlandsfari, þenur saxófóninn. Þá verður slegið upp Air Iceland Connect - Jólaskákmóti Hróksins 2018.

Hrókurinn og Kalak hafa í sameiningu staðið að sjö ferðum til Grænlands á árinu, auk þess að senda ógrynni af fatnaði og öðrum gjöfum til okkar næstu nágranna. Þá kom þrettándi árgangur 11 ára barna frá litlu þorpunum á Austur-Grænlandi á vegum Kalak, til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi.

Eru allir vinir skákgyðjunnar og Grænlands hvattir til að mæta í dag.