Á plötunni Epicycle, sem kom út á síðasta ári, velti Gyða Valtýsdóttir fyrir sér tónbrotum og tónverkum 2000 ára og túlkaði og flutti á sinn hátt. Á Evolution, sem hún gefur út undir listamannsnafninu GYDA, eru hennar eigin tónsmíðar.
Á plötunni Epicycle, sem kom út á síðasta ári, velti Gyða Valtýsdóttir fyrir sér tónbrotum og tónverkum 2000 ára og túlkaði og flutti á sinn hátt. Á Evolution, sem hún gefur út undir listamannsnafninu GYDA, eru hennar eigin tónsmíðar. Tónlistin er lágstemmd og fíngerð, laglínur heillandi og draumkenndur söngur og selló renna nánast saman.