Hekla Magnúsdóttir vakti fyrst athygli fyrir sólóskífuna Heklu fyrir fjórum árum, fékk meðal annars Kraumsverðlaunin, en á henni var tilraunakennd tónlist sem gerð var úr þeremínleik og hvísli.
Hekla Magnúsdóttir vakti fyrst athygli fyrir sólóskífuna Heklu fyrir fjórum árum, fékk meðal annars Kraumsverðlaunin, en á henni var tilraunakennd tónlist sem gerð var úr þeremínleik og hvísli. Á Á, sem breskt fyrirtæki gefur út, er hún á sömu slóðum hvað varðar enfaldleikann: þeremín og rödd, en lagasmíðar eru beinskeyttari, hljómur er betri og meiri þróttur kominn í röddina, þó lágstemmd sé. Útsetning hennar á Heyr himna smiður er einkar skemmtileg, en hennar eigin lög eru aðal plötunnar, full af dulúð og draumum.