Um leið öðlast sporðdrekinn líka dýrmætt frelsi og svigrúm til að sinna sínum hugðarefnum sem gefa kannski ekki eins mikið af sér en hann verður ríkur af á annan hátt.

Æðri viska og peningar eru tvö lykilorð fyrir árið sem framundan er hjá sporðdrekanum. Það er ósanngjarnt að segja að sporðdrekinn muni tína peningana af trjánum því hann leggur hart að sér fyrir þeim og almennt mun hann vera iðinn og duglegur, á það bæði við um sporðdreka í starfi og sporðdreka sem eru í námi.

Sporðdrekinn nýtur þess að vera í góðu jafnvægi í ár. Þar hjálpar til að hann setur heilsuna í fyrsta sæti, ekki aðeins fer hann í ræktina heldur er heimilið eins og hálfgerð heilsurækt og spa líka, baðkerið vel nýtt, jógamotta á gólfinu og létt lóð innan handar. Ef hann er ekki nú þegar kominn vel áleiðis í núvitund er þetta árið sem hann sekkur inn í slíkt jafnvægi.

Í þessu ástandi finnur sporðdrekinn sterka þörf fyrir að fegra heimilið og hann eyðir fé í falleg húsgögn, dýrari en oft áður, listmuni og heimilið mun gleðja auga hans og þeirra sem það sækja. Félagslífið er líka óvenjuöflugt og hann verður duglegur að bjóða heim í mat og halda boð fyrir stórfjölskylduna.

Sporðdrekinn þénar vel á árinu en eyðir líka miklu en stjörnurnar eru óvenjuhliðhollar fjármálunum og innkoma sporðdrekans verður umfram það sem hann reiknaði með að mest yrði og þetta á ekki aðeins við um 2019 heldur nær einnig yfir 2020. Um leið öðlast sporðdrekinn líka dýrmætt frelsi og svigrúm til að sinna sínum hugðarefnum sem gefa kannski ekki eins mikið af sér en hann verður ríkur af á annan hátt, svo sem skrifum, hann bætir við sig menntun eða sekkur sér djúpt í pælingar um heimspeki.

Helstu áskoranir sporðdrekans eru hjónaband og langtímasambönd sem mun reyna á. Besta ráðið er að gera eitthvað alveg nýtt saman, ferðast til fjarlægra og spennandi slóða og brjóta upp hversdaginn. Takið út af listanum eitthvað sem þið eruð „alltaf vön að gera“. Sleppið því bara. Þetta er heldur ekki rétti tíminn til að ana út í stórar ákvarðanir með núverandi sambönd, hvort sem er að fjárfesta saman í húsnæði, ganga í hjónaband eða eignast börn. Leyfið nýjum samböndum að eiga aðeins lengri tíma í rólegheitum.

Einhleypir sporðdrekar munu aldrei geta ímyndað sér hvar þeir kynnast manneskju sem þeir gjörsamlega falla fyrir. Þetta er manneskja sem starfar við fræðimennsku, vísindi, tæknimál eða önnur flókin úrlausnarefni. Sporðdrekinn verður varla reiðubúinn fyrir svo óvænt skot og upplifir þetta eins og eldingu. En merkilegu tíðindin eru þau að tvisvar á árinu að minnsta kosti verður manneskja sem fangar hugann á þennan hátt á vegi sporðdrekans.