Enginn endir er í sjónmáli á þeirri kreppu sem ríkir milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta annars vegar og bandaríska þingsins hins vegar.
Enginn endir er í sjónmáli á þeirri kreppu sem ríkir milli Donalds Trump Bandaríkjaforseta annars vegar og bandaríska þingsins hins vegar. Bandarískum ríkisstofnunum hefur verið lokað þar sem Trump neitar að undirrita fjárlög sem gera ekki ráð fyrir fimm milljarða dollara fjárframlagi til byggingar landamæramúrs milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar hafa gefist upp á að opna ríkisstofnanirnar á þingtímabilinu, sem þýðir að þær verða enn lokaðar þegar nýkjörinn þingmeirihluti Demókrata tekur við á fulltrúadeildinni að nýju þingi settu í janúar. Nancy Pelosi, væntanlegur þingforseti, segist ætla að sjá til þess að ríkisstofnanirnar verði opnaðar sem fyrst.