Það er heilmikið að gerast í íslensku tónlistarlífi og óvíða meira en í rokkinu, hvort sem það er hart iðnaðarrokk, myljandi svartmálmur, argandi pönk eða groddalegt hroðarokk.
Það er heilmikið að gerast í íslensku tónlistarlífi og óvíða meira en í rokkinu, hvort sem það er hart iðnaðarrokk, myljandi svartmálmur, argandi pönk eða groddalegt hroðarokk. Tvíeykið ROHT skipa þau Þórir Georg Jónsson og Júlía Aradóttir og spila einfalt en frábærlega kraftmikið rokk með hápólitískum heimsósómatextum eins og heiti plötunar ber með sér: Iðnsamfélagið og framtíð þess. Keyrslan er grimm, hljómurinn hrár og Þórir orgar textana af miklum krafti – einkar hressandi.