Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir næsta þéttingarsvæði í borginni munu liggja meðfram borgarlínu frá Lækjartorgi og yfir fyrirhugaða brú yfir á Kársnesið.
„Þar má segja að sé næsta uppbyggingarsvæði. Það gæti orðið sambærileg uppbygging og á Valsreitnum,“ segir Sigurborg Ósk og nefnir Flugvallarveg sem dæmi um mögulegt uppbyggingarsvæði nærri borgarlínu.
Til upprifjunar eru allt að 930 íbúðir áformaðar við Hlíðarenda.
Guðni Pálsson arkitekt hefur teiknað 100 herbergja hótel ofan við Flugvallarveg. Verkefnið hefur verið kynnt borginni.
Fjöldi verkefna er í pípunum við Vatnsmýrina. Meðal þeirra er ný samgöngumiðstöð en með vorinu verður efnt til skipulagssamkeppni. Óli Örn Eiríksson, deildarstjóri atvinnuþróunar hjá borginni, segir niðurstöðu í keppninni að vænta næsta haust. baldura@mbl.is 14