Icelandair flutti 4,1 milljón farþega á seinasta ári, sem er meira en nokkru sinni fyrr samkvæmt tilkynningu um flutningstölur frá félaginu í gær. Fjölgunin nemur 2% frá fyrra ári.

Icelandair flutti 4,1 milljón farþega á seinasta ári, sem er meira en nokkru sinni fyrr samkvæmt tilkynningu um flutningstölur frá félaginu í gær. Fjölgunin nemur 2% frá fyrra ári. Sætanýting ársins nam 81,0% og dróst saman um 1,7 prósentustig samanborið við árið 2017.

Heildarfjöldi farþega Air Iceland Connect var 319 þúsund og dróst saman um 9% á milli ára. Seldir svonefndir blokktímar í leiguflugi jukust um 23% og flutt frakt um 7%. Herbergjanýting á hótelum félagsins á árinu 2018 var 80,1% samanborið við 81,2% árið á undan.

Icelandair flutti 263 þúsund farþega í desember sl. og voru þeir 12% fleiri en í sama mánuði árið 2017. Framboðsaukning á milli ára nam 9% og sætanýting var 79,6% samanborið við 76,8% árið á undan.

Farþegar Air Iceland Connect í desember voru um 19 þúsund og fækkaði þeim um 17% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og er það sagt skýra fækkunina milli ára ásamt niðurfellingum flugferða vegna veðurs. Sætanýting nam 60,0% og jókst um 1,2 prósentustig.

Fraktflutningar jukust um 8% á milli ára og framboðnum gistinótt-um hjá hótelum félagsins fjölgaði í desember um 20% á milli ára.