Matador Meðal persóna þar er fína Varnæs-fjölskyldan.
Matador Meðal persóna þar er fína Varnæs-fjölskyldan. — Skjáskot/dr.dk
Janúarbyrjun. Og nú er komið að þeim árlega sið að horfa á Matador í upphafi árs. Hér er átt við dönsku sjónvarpsþættina Matador sem voru framleiddir af danska ríkissjónvarpinu fyrir um 40 árum, árin 1978-'82.

Janúarbyrjun. Og nú er komið að þeim árlega sið að horfa á Matador í upphafi árs. Hér er átt við dönsku sjónvarpsþættina Matador sem voru framleiddir af danska ríkissjónvarpinu fyrir um 40 árum, árin 1978-'82.

Þættirnir hafa verið sýndir nokkrum sinnum hér á landi, líklega eru 3-4 ár síðan síðast, en fyrir þá sem finnst það ekki nægilegt er nauðsynlegt að eiga þá í fórum sínum og geta horft þegar Matador-löngunin sækir að.

Sem gerist reglulega. Því að stundum dugar ekkert annað en Matador.

En hvað er svona frábært við fjörutíu ára gamla danska sjónvarpsþætti? Stutta svarið er: Allt!

Í Matador er sögð saga farandsölumannsins Mads Andersen-Skjern sem kemur í smábæinn Korsbæk þar sem allt á sinn fasta sess, mikil stéttaskipting og nokkrar fjölskyldur eiga bæinn. Hann sér að þarna eru tækifæri fyrir útsjónarsamt fólk, sest að í bænum og á því tímabili sem þættirnir gerast, 1929-'47, verða þar miklar breytingar sem haldast í hendur við þær þjóðfélagsbreytingar sem urðu þá.

En það sem fær mig og fleiri (ég er ekki ein um þetta dálæti á þáttunum) til að horfa aftur og aftur á Matador er að sagan sem þar er sögð er algerlega frábær. En vanvittig god historie!

Anna Lilja Þórisdóttir

Höf.: Anna Lilja Þórisdóttir