Samningaviðræðurnar um endurnýjun kjarasamninga hafa gengið allt of hægt og nú verða menn að einsetja sér að setja kraft í þær, að sögn Aðalsteins Árna Baldurssonar, formanns Framsýnar.

Samningaviðræðurnar um endurnýjun kjarasamninga hafa gengið allt of hægt og nú verða menn að einsetja sér að setja kraft í þær, að sögn Aðalsteins Árna Baldurssonar, formanns Framsýnar. Að öðrum kosti muni verkalýðshreyfingin telja sig knúna til að fara í aðgerðir.

„Ef ekkert skýrist fyrr sé ég fyrir mér átök upp úr næstu mánaðamótum og sumir vilja jafnvel að það verði fyrr. Það mun í það minnsta allt loga í febrúar semjist ekki. Menn hafa verið að hittast af og til yfir kaffibolla. Ég segi, leggjum kaffibollana til hliðar og klárum þetta, það er öllum til hagsbóta.“ 4