Elvis hefði orðið 84 ára í dag.
Elvis hefði orðið 84 ára í dag.
Elvis Aron Presley fæddist í Tupelo í Mississippi-ríki í Bandaríkjunum 8. janúar árið 1935. Hann átti tvíburabróður sem fæddist andvana og hlaut nafnið Jesse Garon.
Elvis Aron Presley fæddist í Tupelo í Mississippi-ríki í Bandaríkjunum 8. janúar árið 1935. Hann átti tvíburabróður sem fæddist andvana og hlaut nafnið Jesse Garon. Þrettán ára fluttist Elvis ásamt foreldrum sínum til Memphis þar sem tónlistarferillinn hófst. Hann sló í gegn 21 árs gamall og varð skjótt ein skærasta rokkstjarnan. Elvis var oft nefndur konungur rokksins en hann lést 16. ágúst 1977. Hann var einn af áhrifamestu tónlistarmönnum 20. aldarinnar og nefndi t.a.m. John Lennon að Bítlarnir hefðu aldrei orðið til ef ekki hefði verið fyrir Elvis.