— AFP
Nemendur og kennarar í norska háskólanum USN í bænum Bø í Þelamörk komu saman til að minnast tveggja norrænna kvenna sem myrtar voru á grimmilegan hátt í Marokkó í desember síðastliðnum.

Nemendur og kennarar í norska háskólanum USN í bænum Bø í Þelamörk komu saman til að minnast tveggja norrænna kvenna sem myrtar voru á grimmilegan hátt í Marokkó í desember síðastliðnum. Var tveggja mínútna þögn og mátti sjá bæði danska og norska fánann blakta í hálfa stöng við skólann.

Konurnar tvær voru Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára námskona frá Danmörku, og Maren Ueland, sem var 28 ára og frá Noregi. Lík þeirra fundust illa farin á tjaldsvæði á Atlasfjalli. Forsætisráðherra Danmerkur hefur fordæmt morðin. Forsætisráðherra Noregs, lýsti morðunum sem „grimmilegri og tilgangslausri árás á saklausar konur“.