Fyrstu Tíbrártónleikar ársins verða haldnir í Salnum á morgun, 9. janúar, kl. 20. Þá munu fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc og píanóleikarinn Jane Ade Sutarjo flytja fjölbreytta dagskrá með eftirlætisverkum sínum: Sónötu nr. 25 í F-dúr eftir W.A.
Fyrstu Tíbrártónleikar ársins verða haldnir í Salnum á morgun, 9. janúar, kl. 20. Þá munu fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc og píanóleikarinn Jane Ade Sutarjo flytja fjölbreytta dagskrá með eftirlætisverkum sínum: Sónötu nr. 25 í F-dúr eftir W.A. Mozart, Quasso fyrir fiðlu og píanó eftir Ninu Senk, Sónötu nr. 1 í G-Dúr eftir J. Brahms og Tzigane eftir M. Ravel.