Gleði Sálrænn sigur að ná toppnum. Göngufólk á Hvannadalshnúk.
Gleði Sálrænn sigur að ná toppnum. Göngufólk á Hvannadalshnúk. — Morgunblaðið/RAX
Kynningarfundur fjallaverkefnisins Alla leið sem Ferðafélag Íslands stendur fyrir verður í sal FÍ í Mörkinni 6 í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 9. janúar, kl. 20.

Kynningarfundur fjallaverkefnisins Alla leið sem Ferðafélag Íslands stendur fyrir verður í sal FÍ í Mörkinni 6 í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 9. janúar, kl. 20. Fjallaverkefnið er öllum opið, bæði vönu fjallafólki og þeim sem vilja prófa þessa frábæru leið til að hreyfa sig, stunda útivist, njóta náttúrunnar og kynnast skemmtilegu fólki. Æfingaáætlunin miðar að því að undirbúa þátttakendur fyrir göngu á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk, sem er 2.111 m.

Undirbúningurinn er þríþættur; vikulegar fjallgöngur, sem stigmagnast að erfiðleikum, vikulegum þrekæfingum og alhliða ferðafræðslu. Á dagskrá er ein kynningarganga, átta mánudagsgöngur, sjö dagsleiðangrar, vikulegar þrekæfingar, heimaverkefni, tveir fræðslufundir og val um að ganga á Hvannadalshnúk; 25. maí eða 8. júní.