10. janúar 1940 Togarinn Hafsteinn bjargaði 62 manna áhöfn af þýska flutningaskipinu Bahia Blanca, sem sökk út af Látrabjargi. Sumir óttuðust að þetta væru hermenn sem ættu að gera uppreisn um leið og þýskur innrásarher kæmi til landsins. 10.

10. janúar 1940

Togarinn Hafsteinn bjargaði 62 manna áhöfn af þýska flutningaskipinu Bahia Blanca, sem sökk út af Látrabjargi. Sumir óttuðust að þetta væru hermenn sem ættu að gera uppreisn um leið og þýskur innrásarher kæmi til landsins.

10. janúar 1944

Laxfoss strandaði í blindbyl á skeri út af Örfirisey. Skipið var í áætlunarferð frá Borgarnesi og Akranesi til Reykjavíkur. Farþegum og áhöfn, alls um níutíu manns, var bjargað en skipið laskaðist mikið. Það var endurbyggt en strandaði aftur á Kjalarnesi nokkrum árum síðar.

10. janúar 1994

Þyrlusveit varnarliðsins bjargaði sex skipverjum af Goðanum í Vöðlavík á Austfjörðum. Aðstæður voru mjög erfiðar og þótti þetta frækilegt björgunarafrek. Einn maður fórst þegar Goðinn strandaði.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson