Guðmundur á skemmtilega sögu af því þegar Strax var skráð á hlutabréfamarkað árið 2016, en margir fengu þá óvæntan glaðning. „Það komu ansi margir að félaginu sem fjárfestar árið 1999.
Guðmundur á skemmtilega sögu af því þegar Strax var skráð á hlutabréfamarkað árið 2016, en margir fengu þá óvæntan glaðning. „Það komu ansi margir að félaginu sem fjárfestar árið 1999. Á þeim tíma var félagið bandarískt, en árið 2008 varð það þýskt og svo sænskt árið 2016. Það voru margir sem fylgdu okkur áfram í gegnum þessa vegferð alla, og það var prinsippákvörðun hjá okkur að skilja engan eftir í gömlu félögunum. Við skráninguna á Nasdaq-markaðinn 2016 reyndum við að hafa samband við alla hluthafana sem ekki höfðu áttað sig á þessari breytingu á félaginu, og fyrir nokkra var þetta algjörlega fundið fé. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú að það voru ekki mörg fyrirtæki sem náðu að fara í gegnum netbóluna um aldamótin og lifa af, auk allra annarra umbreytinga sem átt hafa sér stað hjá okkur síðustu 20 árin. Það var því mjög ánægjulegt að geta haft samband við fólk til að segja því að það hefði loksins orðið eitthvað úr þessu félagi og tilkynnt því að það ætti núna seljanleg hlutabréf í fyrirtæki sem það hafði keypt í fyrir löngu.“