Drottningin The Favorite er tilnefnd til 12 Bafta-verðlauna.
Drottningin The Favorite er tilnefnd til 12 Bafta-verðlauna.
Tilnefningar til bresku Bafta-kvikmyndaverðlaunanna voru tilkynntar í gær. Mesta athygli vekur að The Favourite , kvikmynd leikstjórans Yorgos Lanthimos um ástarþríhyrning við hirð Önnu drottningar Breta í byrjun 18.

Tilnefningar til bresku Bafta-kvikmyndaverðlaunanna voru tilkynntar í gær. Mesta athygli vekur að The Favourite , kvikmynd leikstjórans Yorgos Lanthimos um ástarþríhyrning við hirð Önnu drottningar Breta í byrjun 18. aldar, með Oliviu Colman í aðalhlutverki, er tilnefnd til 12 verðlauna. Eru kvikmyndin og aðstandendur hennar tilnefnd í öllum helstu flokkum öðrum en fyrir besta leik í karlhlutverki.

Fjórar kvikmyndir fá fjórar tilnefningar, Bohemian Rhapsody , þar sem Rami Malek leikur Freddie Mercury söngvara hljómsveitarinnar Queen, Roma , hin sjálfsævisögulega kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alfonsos Cuaróns, A Star is Born , með Bradley Cooper – sem einnig leikstýrir – og Lady Gaga í aðalhlutverkum, og First Man sem fjallar um geimfarann Neil Armstrong.

Vice , kvikmynd um Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, sem Christian Bale leikur, er tilnefnd til sex verðlauna og nýjasta kvikmynd leikstjórans Spikes Lees, BlacKkKlansman , til fimm. Þá hljóta Green Book , með Viggo Mortensen og Mahershala Ali í aðalhlutverkum, og Cold War leikstjórans Pawels Pawlikowskis fjórar tilnefningar hvor. Loks má geta þess að Can You Ever Forgive Me? , Mary Poppins Returns , Mary, Queen of Scots og Stan & Ollie fá þrjár tilnefningar hver kvikmynd.