Guðmundur vonar að salan á Gear4 gefi fjárfestum aðra mynd af Strax.
Guðmundur vonar að salan á Gear4 gefi fjárfestum aðra mynd af Strax. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Strax, sem er að stórum hluta í íslenskri eigu, hagnaðist mikið á sölu dótturfélagsins Gear4.

Guðmundur Pálmason, sem er annar stærsti eigandi símafylgihlutafyrirtækisins Strax, ásamt Ingva Tý Tómassyni, með 26% hlut hvor, segir að félagið sé undirverðlagt í kauphöllinni í Stokkhólmi. „Markaðurinn skilur okkur ekki nógu vel. Það er enn of mikið litið á okkur sem hefðbundna dreifingaraðila,“ segir Guðmundur í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hann segir aðspurður að líðanin í kauphöllinni sé ekki góð, því verðþróunin gefi ekki tilefni til þess. Erfitt sé að vera áberandi á markaði eins og þeim í Stokkhólmi þar sem yfir 375 fyrirtæki eru skráð, en til samanburðar eru 18 fyrirtæki skráð í íslensku kauphöllina.

Gríðarleg samkeppni sé um fjárfesta. Þá falli Strax í flokk sem ekki sé nægilega áhugaverður sem fjárfestingarkostur. Á sama tíma er áhættan í rekstrinum frekar mikil að hans sögn.