Eitt atriði sem Viðar Jensson nefnir sem áfanga í baráttu gegn reykingum var að leyfisbinda sölu á tóbaki í upphafi aldarinnar. Áður hafi mjög víða verið hægt að nálgast tóbak, meðal annars inni í fyrirtækjum þar sem tóbak var t.d. selt úr skókössum.

Eitt atriði sem Viðar Jensson nefnir sem áfanga í baráttu gegn reykingum var að leyfisbinda sölu á tóbaki í upphafi aldarinnar. Áður hafi mjög víða verið hægt að nálgast tóbak, meðal annars inni í fyrirtækjum þar sem tóbak var t.d. selt úr skókössum. Nefna má að fyrir nokkrum áratugum voru dæmi um að hægt væri að nálgast tóbak í einstaka framhaldsskólum.

Viðar segir leyfisskylduna hafa verið þarfa breytingu, en heilbrigðiseftirlit annist eftirlit með söluaðilum tóbaks. Á sama tíma hafi einnig verið ákveðið að banna sýnileika á tóbaki og hvað þetta tvennt varði hafi Ísland verið meðal fyrstu þjóða til að innleiða.

Þegar sala á tóbaki var gerð leyfisskyld árið 2001 sóttu 850 aðilar um leyfi til að selja tóbak. Tólf árum seinna hafði þeim fækkað um þriðjung því 2013 voru rúmlega 500 tóbakssöluleyfi í gildi. Útgefnum tóbakssöluleyfum hefur haldið áfram að fækka og 390 slík leyfi voru í gildi í upphafi síðasta árs.