Kia Umboðið flytur að Krókhálsi 13 og verður opnunarhátíð 12. janúar.
Kia Umboðið flytur að Krókhálsi 13 og verður opnunarhátíð 12. janúar. — Ljósmynd/Kia
Bílaumboðið Askja flytur sölu og þjónustu fyrir Kia bíla í nýtt og sérhannað húsnæði á Krókhálsi 13 í Reykjavík. Umboðið hefur verið í húsi Öskju á Krókhálsi 11 undanfarin ár. Sérstök opnunarhátíð verður haldin á laugardag, 12.

Bílaumboðið Askja flytur sölu og þjónustu fyrir Kia bíla í nýtt og sérhannað húsnæði á Krókhálsi 13 í Reykjavík. Umboðið hefur verið í húsi Öskju á Krókhálsi 11 undanfarin ár. Sérstök opnunarhátíð verður haldin á laugardag, 12. janúar, á milli klukkan 10 og 16.

Kia-húsið er sérhannað fyrir bílaumboð og um 4.000 fermetrar að flatarmáli. Þar verður sýningarsalur fyrir nýja bíla, aðstaða fyrir forgreiningu, söluskoðanir, hraðþjónustu og fullkomið bílaverkstæði með 18 vinnustöðvum. Til stendur að hafa 30 rafbílastæði við húsið fyrir viðskiptavini og starfsfólk en Kia er leiðandi í sölu rafbíla.

Einnig verður boðið upp á bílaþrif, hjólbarðaþjónustu og hjólbarðahótel, hraðþjónustu, glerhúðunarmeðferð fyrir lakk og framrúðuskipti. Sérstök tilboð verða á nýjum bílum og þjónustu fyrir viðskiptavini í tengslum við opnunina.

Við flutning Kia-hluta Öskju verður rýmra um söludeild fólksbíla Mercedes-Benz og eins verkstæði fyrir Mercedes-Benz fólks- og atvinnubíla. gudni@mbl.is