Nýtt svæði Dráttarbáturinn Magni og aðrir bátar fái nýja viðlegu.
Nýtt svæði Dráttarbáturinn Magni og aðrir bátar fái nýja viðlegu. — Morgunblaðið/Ómar
Markmiðið með stækkun hafnarsvæðis við Klettagarða með landfyllingu er að skapa rými fyrir sameinaðar starfsstöðvar Faxaflóahafna til framtíðar, m.a. skrifstofur, skipaþjónustu og mögulega viðlegu fyrir dráttarbáta fyrirtækisins.

Markmiðið með stækkun hafnarsvæðis við Klettagarða með landfyllingu er að skapa rými fyrir sameinaðar starfsstöðvar Faxaflóahafna til framtíðar, m.a. skrifstofur, skipaþjónustu og mögulega viðlegu fyrir dráttarbáta fyrirtækisins.

Reykjavíkurborg ætlar að kaupa Hafnarhúsið og nota það undir aðra starfsemi, svo sem listasöfn.

Í athugasemdum Faxaflóahafna segir m.a. að 3ja hektara landfylling á þessum stað rúmi ekki sameinaða starfsaðstöðu Faxaflóahafna og 3,5 hektara stækkun lóðar fyrir skólpdælustöð. Ekki sé mögulegt að reka starfsemi hafnar innan um settjarnir og skólphreinsunaraðstöðu eins og Veitur áforma. Aðliggjandi athafnasvæði, Klettasvæðið, sé í dag orðið eitt helsta hafnar- og atvinnusvæði Sundahafnar með fjölda fyrirtækja og fjölbreytta starfsemi.