Danir Mikkel Hansen og félagar mæta Síle.
Danir Mikkel Hansen og félagar mæta Síle. — AFP
Flautað verður til leiks á 26. heimsmeistaramóti karla í handknattleik í dag en það fer nú í fyrsta skipti fram í tveimur löndum, Þýskalandi og Danmörku.

Flautað verður til leiks á 26. heimsmeistaramóti karla í handknattleik í dag en það fer nú í fyrsta skipti fram í tveimur löndum, Þýskalandi og Danmörku.

Fyrir vikið eru tveir „upphafsleikir“ á mótinu en frá árinu 2007 hefur aðeins verið einn leikur á fyrsta leikdegi þar sem gestgjafarnir byrja yfirleitt á því að mæta „þægilegum“ mótherja. Í öll skiptin hefur heimaliðið unnið þennan fyrsta leik.

Nú verður flautað fyrst til leiks kl. 17.15 í dag í Berlín þar sem Þýskaland tekur á móti sameinuðu liði Kóreu. Kl. 19.15 hefjast leikar í Kaupmannahöfn þar sem Danir taka á móti Síle. Reikna má með öruggum heimasigrum. vs@mbl.is