[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Veitur hafa ráðið nýja forstöðumenn í vatnsveitu, fráveitu, hitaveitu og í stefnu og árangri. Arndís Ósk Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður vatnsveitu.

Veitur hafa ráðið nýja forstöðumenn í vatnsveitu, fráveitu, hitaveitu og í stefnu og árangri.

Arndís Ósk Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður vatnsveitu. Arndís Ósk lauk meistaragráðu í Water Resource Engineering frá Heriot Watt University í Edinborg 2006 og hefur starfað frá 2017 sem tæknistjóri vatnsveitu.

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fráveitu. Guðbjörg Sæunn útskrifaðist með M.Sc.-próf í iðnaðarverkfræði frá HÍ árið 2012. Frá því hún lauk námi hefur hún starfað á framleiðslusviði Össurar.

Hafliði Jón Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður hitaveitu. Hann útskrifaðist með M.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2004. Hann hóf störf hjá Veitum 2016 sem forstöðumaður rekstrar.

Harpa Þuríður Böðvarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður stefnu og árangurs. Harpa Þuríður lauk meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá HR og starfaði á árinu 2018 sem verkefnastjóri stefnumótunar á skrifstofu ráðuneytisstjóra í velferðarráðuneytinu.