Íbúafundur Ekki fengu allir sæti á íbúafundi um vegamál í Reykhólaskóla á Reykhólum í gær og kom fólk m.a. af sunnanverðum Vestfjörðum.
Íbúafundur Ekki fengu allir sæti á íbúafundi um vegamál í Reykhólaskóla á Reykhólum í gær og kom fólk m.a. af sunnanverðum Vestfjörðum. — Ljósmynd/Sveinn Ragnarsson
Fjölmenni var á íbúafundi sem Vegagerðin boðaði til í gær á Reykhólum. Talsverður hópur kom af sunnanverðum Vestfjörðum þrátt fyrir slæmt ferðaveður, að sögn Tryggva Harðarsonar, sveitarstjóra Reykhólahrepps.

Fjölmenni var á íbúafundi sem Vegagerðin boðaði til í gær á Reykhólum. Talsverður hópur kom af sunnanverðum Vestfjörðum þrátt fyrir slæmt ferðaveður, að sögn Tryggva Harðarsonar, sveitarstjóra Reykhólahrepps.

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, kom á fundinn ásamt fleiri starfsmönnum. Þau sögðu frá vinnu og afstöðu Vegagerðarinnar vegna þess kafla Vestfjarðavegar sem eftir er að leggja á sunnanverðum Vestfjörðum. Þá voru ástæður fyrir niðurstöðu um val á veglínu milli Bjarkalundar og Skálaness skýrðar. Einnig var sagt frá umferðaröryggisskýrslu um Vestfjarðaveg. Að framsögu lokinni svöruðu fulltrúar Vegagerðarinnar spurningum fundarmanna.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps fundaði með Vegagerðinni fyrir íbúafundinn. Tryggvi sagði að laga þyrfti Reykhólasveitarveg án tillits til þess hvaða leið verður valin vestur.