en næsta Herrakvöld verður á Hótel Sögu á morgun.
en næsta Herrakvöld verður á Hótel Sögu á morgun.
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við leggjum áherslu á karlaheilsu í ár og veittum því veglegan styrk til gæðaverkefnis sem ætlað er að bæta þjónustu við karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli,“ segir Sigurður K.

Guðrún Erlingsdóttir

ge@mbl.is

„Við leggjum áherslu á karlaheilsu í ár og veittum því veglegan styrk til gæðaverkefnis sem ætlað er að bæta þjónustu við karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli,“ segir Sigurður K. Karlsson, formaður Lionsklúbbsins Njarðar. Hann segir klúbbinn fjármagna styrki til góðgerðarmála með málverkauppboðum á árlegum Herrakvöldum.

„Blöðruhálskrabbamein greinist í 200 karlmönnum á ári. Árlega fara rúmlega 100 karlar í brottnám á blöðruhálskirtli eða geislameðferð til lækningar. Helsta áhætta slíkrar meðferðar eru stinningarerfiðleikar eða þvagleki. Meðferð við útbreiddum sjúkdómi er aðallega í formi hormónahvarfsmeðferðar hvar meinið er bælt niður. Dugi það ekki til má beita lyfjameðferð sem komið hefur til á síðastliðnum árum. Margir karlar greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein sem aldrei fer á það stig að þarfnast meðhöndlunar,“ segir Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðdeild Landspítalans. Hann segir mikilvægt að gera góða grein fyrir hópnum í heild og ráða hverjum og einum heilt um viðbrögðin. Þau geta verið allt frá því að fylgjast með upp í það að fjarlægja kirtilinn. Nákvæm skráning er forsenda bestu meðferðar hverju sinni og hvernig við komum út í samanburði við nágrannaþjóðir okkar.

Eiríkur segir að styrkur Njarðar fjármagni bæði tækjakaup sem og hlutastarf Jóns Arnar Friðrikssonar þvagfæraskurðlæknis. Jón Örn muni m.a. ráðleggja um skráningarform, ferli og gæðavísa er varði þá sem fara í læknandi meðferð sem og langtímaárangur. Einnig hvernig við komum fram í norrænum samanburði sem og hvort misræmis gæti í þjónustu vegna aldurs, búsetu eða annars bakgrunns. Eiríkur segir að verkefnið sé samstarfsverkefni þvagfæraskurðdeildar Landspítala og Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands sem hófst 2017. Skráningin sé að sænskri fyrirmynd sem notuð hefur verið í 20 ár og leitt til bættrar og samræmdrar þjónustu fyrir þá sem greinast með blöðruhálskrabbamein. Eiríkur segir að samanburður við önnur lönd sé mikilvægur og tilgangur með því að afla þekkingar á krabbameininu sé að tryggja gæði meðferðar til samræmis við það sem gerist í öðrum löndum.