[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þó að flestir notist aðallega við leitarvél Google býður fyrirtækið upp á alls konar lausnir sem gætu auðveldað okkur lífið og jafnvel gert það skemmtilegra ef við tileinkuðum okkur einhverjar þeirra.
Þó að flestir notist aðallega við leitarvél Google býður fyrirtækið upp á alls konar lausnir sem gætu auðveldað okkur lífið og jafnvel gert það skemmtilegra ef við tileinkuðum okkur einhverjar þeirra. Ólafur Kristjánsson, sem alla jafna gengur undir nafninu Óli tölva, kíkti í morgunþáttinn Ísland vaknar og fór yfir nokkra af þeim möguleikum sem notendum standa til boða. Þar á meðal má nefna forrit sem þýðir fyrir þig skilti með erlendum áletrunum, magnaða leið til að flokka myndir og margt fleira. Viðtalið við Óla tölvu má nálgast á k100.is.