Hljómsveitin Mezzoforte.
Hljómsveitin Mezzoforte.
Ný kvikmynd eftir leikstjórann Ragnar Hansson um hljómsveitina Mezzoforte verður sýnd í tveimur hlutum á RÚV, fyrri hlutinn í kvöld og síðari hlutinn eftir viku.

Ný kvikmynd eftir leikstjórann Ragnar Hansson um hljómsveitina Mezzoforte verður sýnd í tveimur hlutum á RÚV, fyrri hlutinn í kvöld og síðari hlutinn eftir viku. Mezzoforte varð fyrst íslenskra hljómsveita til að brjóta ísinn á erlendum mörkuðum er lag Eyþórs Gunnarsson „Garden Party“ í flutningi sveitarinnar skaust upp vinsældalista í Bretlandi og fjölmörgum öðrum löndum árið 1983. Síðan þá hefur sveitin komið fram í hátt í fimmtíu löndum og er enn mjög virk á tónleikamörkuðum víða um heim.

Í kvikmyndinni er fylgst með sigurgöngu sveitarinnar víða um álfur frá fyrstu árum til dagsins í dag, rætt við örlagavalda hennar og sýnt frá stórtónleikum Mezzoforte í tilefni af 40 ára afmæli hópsins sem dró þúsundir aðdáenda til Íslands.