Smárinn Ivory Crawford úr Breiðabliki með boltann en Rebekka Rán Karlsdóttir úr Snæfelli fylgist með henni í viðureign liðanna í Kópavogi í gærkvöld.
Smárinn Ivory Crawford úr Breiðabliki með boltann en Rebekka Rán Karlsdóttir úr Snæfelli fylgist með henni í viðureign liðanna í Kópavogi í gærkvöld. — Morgunblaðið/Hari
KR er áfram með tveggja stiga forystu í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir sigur á Haukum á Ásvöllum í gærkvöld, 80:70. Staðan í hálfleik var 37:30, KR-ingum í hag, og nýliðarnir hafa nú unnið tólf af fjórtán leikjum sínum.

KR er áfram með tveggja stiga forystu í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir sigur á Haukum á Ásvöllum í gærkvöld, 80:70. Staðan í hálfleik var 37:30, KR-ingum í hag, og nýliðarnir hafa nú unnið tólf af fjórtán leikjum sínum. Haukar sitja áfram í næstneðsta sæti. Kiana Johnson skoraði 35 stig fyrir KR og tók 16 fráköst og Orla O'Reilly skoraði 26. LeLe Hardy skoraði 30 stig fyrir Hauka og tók 18 fráköst.

*Keflavík vann Stjörnuna, 68:59, með frábærum endaspretti í Keflavík eftir að Garðabæjarliðið hafði verið yfir nær allan tímann. Brittanny Dinkins skoraði 34 stig fyrir Keflavík og tók 16 fráköst og Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 10 stig. Danielle Rodriguez var með 15 stig og 17 fráköst fyrir Stjörnuna.

*Snæfell sótti botnlið Breiðabliks heim í Smárann og Hólmarar unnu nokkuð öruggan sigur, 82:72. Staðan var 41:37 fyrir Snæfell í hálfleik en liðið gerði út um leikinn í þriðja leikhluta. Kristen McCarthy skoraði 29 stig fyrir Snæfell og tók 13 fráköst og Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 22 stig og 10 fráköst. Sanja Orazovic var með 27 stig fyrir Breiðablik og Sóllilja Bjarnadóttir 15.

*Valur vann auðveldan sigur á Skallagrími á Hlíðarenda, 83:43, og náði yfirburðastöðu í fyrri hálfleik. Valsliðið heldur því sínu striki og er búið að vinna síðustu fimm leiki sína. Heather Butler skoraði 16 stig fyrir Val, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14 og Ásta Júlía Grímsdóttir 12 en Simona Podesvova tók 20 fráköst. Brianna Banks skoraði 16 stig fyrir Skallagrím og Shequila Joseph skoraði 10 stig og tók 13 fráköst. vs@mbl.is