Í skýrslu starfshópsins, sem getið er hér til hliðar, kemur fram að kostnaður við rekstur neyslurýma og nálaskiptaþjónustu sé hverfandi í samanburði við þann kostnað sem heilbrigðiskerfið ber vegna þeirra sem sýkjast af alvarlegum sjúkdómum og öðrum...

Í skýrslu starfshópsins, sem getið er hér til hliðar, kemur fram að kostnaður við rekstur neyslurýma og nálaskiptaþjónustu sé hverfandi í samanburði við þann kostnað sem heilbrigðiskerfið ber vegna þeirra sem sýkjast af alvarlegum sjúkdómum og öðrum heilsufarsvanda vegna sprautunotkunar.

Neyslurými eru talin geta haft þær afleiðingar að færri muni veikjast alvarlega, en einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð eru allir í aukinni áhættu á blóðbornum sjúkdómum, svo sem HIV og lifrarbólgu C, og á staðbundnum og kerfisbundnum sýkingum, þar sem þeir sprauta sig með óhreinum nálum og við óviðunandi aðstæður. Úrræðið er hugsað sem viðbót við Frú Ragnheiði.