Starfsmönnum var tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins á fundi í gær.
Starfsmönnum var tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins á fundi í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verslun Arion banki hafnaði tillögu eigenda Bílanausts um skuldauppgjör í gær og ákvað bankinn að ganga að veðum sínum. Þetta segir Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, í samtali við mbl.is í gær.

Verslun Arion banki hafnaði tillögu eigenda Bílanausts um skuldauppgjör í gær og ákvað bankinn að ganga að veðum sínum. Þetta segir Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, í samtali við mbl.is í gær. Hann segir rekstur fyrirtækisins hafa gengið illa um nokkurt skeið. Starfsfólki fyrirtækisins var tilkynnt um gjaldþrot félagsins á starfsmannafundi í gær en eftir hann var verslunum Bílanausts lokað og starfsmenn þess sendir heim. Að auki hefur vefsíðu fyrirtækisins verið lokað.

Bílanaust er í eigu félagsins Efstasunds sem aftur er í 43,55% eigu Coldrock Investments Limited. Systkinin Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og Halldór Páll Gíslason eiga 9,11% hlut hvert. Lárus Blöndal Sigurðsson heldur á 7,79% hlut og Heba Brandsdóttir á 6,79% hlut.

peturhreins@mbl.is