Nýtt hlutverk Páll Marvin Jónsson, Íris Róbertsdóttir og Bragi Magnússon á fyrstu hæð Fiskiðjunnar þar sem verða náttúrugripa- og fiskasafn og hvalalaug.
Nýtt hlutverk Páll Marvin Jónsson, Íris Róbertsdóttir og Bragi Magnússon á fyrstu hæð Fiskiðjunnar þar sem verða náttúrugripa- og fiskasafn og hvalalaug. — Ljósmynd/Óskar Pétur
Þetta er frábær viðbót við það sem við höfum þegar upp á að bjóða fyrir ferðamenn enda verkefnið einstakt og ómetanlegt að komast í samstarf við fyrirtæki af þessari stærð,‘{lsquo} segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, um komu...

Þetta er frábær viðbót við það sem við höfum þegar upp á að bjóða fyrir ferðamenn enda verkefnið einstakt og ómetanlegt að komast í samstarf við fyrirtæki af þessari stærð,‘{lsquo} segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, um komu Merlin Entertainment til Vestmannaeyja.

,,Við byggjum á langri hefð í rekstri safna og hér er elsta og eina fiskasafn landsins sem var opnað fyrir 55 árum. Það hefur ennþá mikið aðdráttarafl en núna fær safnið ennþá virðulegri sess. Ég hef þá trú að nýja hvala-, sjávar- og náttúrusafnið eigi eftir að hafa mjög mikið aðdráttarafl og ferðamönnum eigi eftir að fjölga hér í Eyjum.

Það er ekki bara að hér fjölgi störfum með tilkomu safnsins heldur á það eftir að hafa jákvæð áhrif á alla þjónustu í Vestmannaeyjum vegna fjölgunar ferðamanna. Ég er mjög bjartsýn á að þetta gangi vel upp og þá geta opnast spennandi möguleikar á frekara samstarfi og auknum umsvifum,“ sagði Íris einnig.