[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Laxeldisfyrirtækin Arnarlax og Arctic Sea Farm hafa fengið ASC-umhverfisvottun á framleiðslu sína.

Laxeldisfyrirtækin Arnarlax og Arctic Sea Farm hafa fengið ASC-umhverfisvottun á framleiðslu sína. Um er að ræða eina ströngustu umhverfisvottunina þegar kemur að fiskeldi og er hún þekkt um allan heim, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna.

„Við erum mjög ánægð með að vera komin með ASC-umhverfisvottun. Þetta undirstrikar markmið okkar um að stunda fiskeldi á sjálfbæran hátt í sátt við náttúru og samfélag,“ segir Kristian Mattiasson, framkvæmdastjóri Arnarlax.

„ASC-vottunin hefur mikla þýðingu fyrir okkur þar sem viðskiptavinir okkar horfa töluvert til umhverfisáhrifa og gera kröfur í þeim efnum. Við teljum að þessi áhersla á umhverfismál skili okkur ákveðnu samkeppnisforskoti til lengri tíma,“ segir Stein Ove Tveiten, framkvæmdastjóri Arctic Sea Farm.