Í Steingrímsfirði Mjaldur gerði sig heimakominn við Grænanes, Bassastaði og víðar í apríl 2013.
Í Steingrímsfirði Mjaldur gerði sig heimakominn við Grænanes, Bassastaði og víðar í apríl 2013. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Útbreiðslusvæði mjaldra er nánast samfellt í Íshafinu umhverfis norðurheimskautið. Þeir eru sjaldséðir flækingar hér við land, enda er Ísland talsvert utan við náttúrulegt búsvæði þeirra.

Útbreiðslusvæði mjaldra er nánast samfellt í Íshafinu umhverfis norðurheimskautið. Þeir eru sjaldséðir flækingar hér við land, enda er Ísland talsvert utan við náttúrulegt búsvæði þeirra.

Mjaldur var nýttur af veiðimönnum á norðurslóðum um aldir, en mjög hefur dregið úr veiðum. Þá hafa mjaldrar talsvert verið veiddir lifandi til sýningahalds. Þeir eru hægsyndir, rólegir og jafnvel gæfir og því tiltölulega auðvelt að nálgast þá.

Fullorðin dýr eru nánast alhvít og geta orðið yfir 3-5,5 metrar á lengd eftir því hvaða stofni dýrið tilheyrir. Kýrnar eru nokkru minni en tarfarnir.