Snældan Hún kom á markað árið 1962 og var mikið notuð næstu áratugina.
Snældan Hún kom á markað árið 1962 og var mikið notuð næstu áratugina.
Fyrsta kassettan, snældan, hljóðsnældan eða spólan – eftir því hvað fólk vill kalla fyrirbærið – leit dagsins ljós í tilraunastofum belgíska raftækjaframleiðandans Philips og kom á almennan markað árið 1962.

Fyrsta kassettan, snældan, hljóðsnældan eða spólan – eftir því hvað fólk vill kalla fyrirbærið – leit dagsins ljós í tilraunastofum belgíska raftækjaframleiðandans Philips og kom á almennan markað árið 1962.

Kassettan var upphaflega ætluð þeim sem þurftu að skrifa upp texta eftir upplestri, en eftir því sem hljóðgæðin á bandinu urðu meiri jókst notagildið og á árunum 1970 til 2000 var kassettan algengasta formið til að miðla og hlusta á tónlist, ásamt vínilplötunni og síðar geisladisknum.

Kassetta samanstendur af tveimur snældum. Bandið sem geymir tónlistina er segulmagnað og úr plasti og er undið upp á snældurnar. Margir þeirra sem voru unglingar fram á 10. áratug síðustu aldar ættu að muna eftir að hafa strekkt á bandinu með því að snúa snældunni með penna eða blýanti.

Utan um bandið er svo plasthylki og algeng lengd efnis á hvorri hlið kassettunnar er 30 eða 45 mínútur.

Kassettutæki er ekki lengur staðalútbúnaður en við netleit fundust slík tæki í nokkrum raftækjaverslunum hér á landi.