Matteo Salvini
Matteo Salvini
Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, lýsti í gær yfir þeirri von sinni að popúlistaflokkar þeir sem nú halda um stjórnartaumana á Ítalíu og í Póllandi gætu kveikt neistann að „evrópsku vori“ í kosningunum til Evrópuþingsins sem haldnar...

Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, lýsti í gær yfir þeirri von sinni að popúlistaflokkar þeir sem nú halda um stjórnartaumana á Ítalíu og í Póllandi gætu kveikt neistann að „evrópsku vori“ í kosningunum til Evrópuþingsins sem haldnar verða í vor.

Salvini heimsótti Varsjá í gær og ræddi þar við Jaroslaw Kaczynski, formann stjórnarflokksins Lög og réttlæti (PiS), og Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands.

Sagði Salvini að samstarf Pólverja og Ítala gæti búið til nýtt jafnvægi í samstarfi Evrópuríkja, sem gæti komið í staðinn fyrir „fransk-þýska öxulinn“. Bæði ríki hafa átt í útistöðum við framkvæmdastjórn ESB á síðustu mánuðum.